GuestAir
Guest AIR er hugbúnaður til að stjórna aðgangi og auðkenningum á þráðlausum netkerfum og vinnur með hvaða SonicWALL tæki sem er beint úr skýinu. Innibyggt í Guest AIR eru margar leiðir til þess að auðkenna notendur.
Opin þráðlaus net
Með stóraukinni notkun og dreifingu á þráðlausum kerfum og neytenda væntingu að öflugt þráðlaust net sé á flestum stöðum hvort sem um er að ræða námsumhverfi, samkomusali, hótel eða hvern þann stað þar sem að fólk kemur saman, er krafan um auðkenningu og öryggi að aukast samhliða. Vegna kostnaðar við netkerfi sem eiga þó að vera aðgengileg öllum, og jafnvel ókeypis, þá hafa fyrirtæki og stofnanir tekið upp á því að afla upplýsinga eða koma áleiðs upplýsingum yfir þráðlausa netkerfið og ná þar fram einhverri hagræðingu og kostnaði aftur inn.
Reglugerðir um opin net
Í Evrópusambandinu hefur verið innleidd reglugerð um að á hverju þráðlausu neti, hvort sem það er frítt eða ekki (Hotspot), þá verður að skrá inn notendur með einhverri aðferð eins og t.d. netfang, símanúmer eða aðgangskóða og verður kerfið að geyma í 12 mánuði þessar upplýsingar ásamt MAC númerinu á tækinu sem að notað er til að tengjast, Guest AIR uppfyllir þessar kröfur samkvæmt reglugerð auk þess að bjóða upp á nær endalausa aðra möguleika til auðkenningar eða gagnaöflunar. Mikið af reglugerðum Evrópusambandsins skila sér til Íslands og því jafnvel bara tímaspursmál þar til að þessar reglur skila sér til Íslands. Óháð reglugerðum samt er Guest AIR það tól sem að vaktar og gefur öllum þráðlausum netum faglegt viðmót sem hægt er að nýta til að afla upplýsinga eða koma þeim áleiðis.
Auðkenningar leiðir GuestAIR
- Auðkennis kóði: Hægt að búa til netkóða og prenta út fyrir fram eða nota skýprentara og prenta beint eftir þörfum
- SMS skilaboð: Fáðu beint í farsíma netkóða, hægt að senda netslóð svo að símar komist á netið með einnum smelli.
- Tölvupóst auðkenning: Notandinn auðkennir sig með sínu netfangi og fær sent þangað kóða og slóð til að komast á netið.
- Notandi: Guest AIR býður upp á notendur setta beint inn í kerfið fyrir fasta notendur eins og t.d. starfsfólk.
- Gagnagrunns tenging: Hægt er að tengja Guest AIR við vel flesta gagnagrunna fyrir sjálfvirka auðkenningu fyrir eins og t.d. hótel og geta þá gestir skráð sig inn á netið eftir að hafa bókað sig inn.
- MAC auðkenning: Hægt að setja inn MAC númer tækja og þau fara sjálfvirkt á netið.
- Skilmála stop: Þar sem ekki er þvinguð auðkenning er hægt að setja upp faglega skilmála síðu þar sem notandinn samþykkir þá áður en hann kemst á netið.
- Facebook auðkenning: Notendur skrá sig inn á Facebook og hægt að krefjast þess að setja “Like” eiganda netsins. Ef um veitingastað t.d. er að ræða þá kemur “Like” á hann og skilaboð á vegginn hjá notendanum sem segja að “Hann sé að borða hjá þér”.
- Lykilorð dagsins/vikunnar/mánaðarins: Hægt að setja inn lykilorð á t.d. upplýsingaskjái sem uppfærir sig sjálfvirkt á því tímabili sem skilgreint er, sólaringur, vika osf.
- Markaðs auðkenning: Hægt er að nota Guest AIR sem markaðstól og biðja um upplýsingar áður en notkun á sér stað, hægt er að sérsníða þetta að hvaða starfssemi sem er.
- Þín auðkenning – Hægt er að auðkenna í rauninni með hvaða hætti sem er og tengjast nær öllum öðrum kerfum fyrir sjálfvirkni, aðeins hugmyndaflugið er takmörkunin.