Netlausnir

NetPartner sérhæfir sig í öruggum netlausnum fyrirtækja og stofnana með sérstaka áherslu á rekstraröryggi sem veitir hámarks uppi tíma með aukinni framlegð og lækkun kostnaðar. NetPartner hefur unnið með fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi með góðum árangri sem hefur skilað sér með meiri afköstum, skilvirkni, yfirsýn og lækkun rekstrarkostnaðar.

Við hjálpum þér að móta þína eigin netstefnu.

  • Stjórna hvaða síður og vefflokkar skulu vera opnir.
  • Tryggja aðgengi þeirra forrita sem skipta máli, hægja á eða loka á hin.
  • Hreint Youtube eða Facebook – Stoppum leiki á Facebook og mótum Youtube aðgengi skóla og stofnanna.
  • Stjórna því hvaða upplýsingar fara inn og út um internetið.
  • Rauntímainnsýn og vöktun á alla netumferð niður á einstakan notenda.
  • Vöktun sem bragð er að, erlent niðurhal niður á notanda eða IP tölu, hvaða forrit voru notuð og hvaða upplýsingar voru fengnar og fleira.

Fjaraðgengi hvaðan sem er á hvaða tæki sem er.

  • Fullur stuðningur fyrir Windows, MacOS, iOS, Android, Windows Mobile og Linux.
  • Fjaraðgengi beint í gegnum hvaða vafra sem er óháð tæki eða stýrikerfi.
  • Stjórnaðu því hvaða tæki tengast inn og hvaðan.

Nethröðun - WAN & Internet Acceleration

  • Nethröðun á allri skrifstofu umferð ásamt almennri þjöppun fyrir betri nýtingu.
  • Internethröðun, hvers vegna að ná í sama Youtube myndbandið mörgum sinnum?

Rekstraröryggi

Stöðugur uppitími upplýsingakerfa er öllum fyrirtækjum mikilvægur og því er áríðandi að allur útbúnaður verði eins og best verður á kosið með viðbragðsleiðum og varaleiðum. NetPartner leggur sérstaka áherslu á að tryggja netrekstur fyrirtækja með fyrirbyggjandi lausnum sem geta brugðist við óhöppum eins og þegar vélbúnaður bilar, nettengingar falla niður, gagnatap vegna mistaka starfsmanna eða jafnvel meiri háttar áföll af hendi æðri máttarvalda sem gætu hamlað aðgengi að húsnæði.

Með netumsjón NetPartner færðu meira rekstraröryggi.

Smásjá á netumferð

„Best in Class“ skýrslur um netumferð og samskipti út á internetið. Kerfið býður upp á vefviðmót sem stjórnendur geta nýtt sér til að fá þær upplýsingar sem sóst er eftir.

  • Vöktun á erlendu niðurhali eftir notendanafni, IP-tölu og staðarneti.
  • Niðurhal á hvert forrit, skráð eftir löndum og margt fleira.
  • Allar hættur og vírusar skráðir niður.
  • Kerfi sem veitir fullkomið frelsi til að setja inn þær breytur sem menn óska.
  • Skilvirkt vefviðmót sem keyrir á Windows Server stýrikerfi.

This is a unique website which will require a more modern browser to work! Please upgrade today!