Öryggislausnir

Með öryggislausnum tryggir NetPartner viðskiptavinum sínum upp á fullkomið öryggi á innri kerfum fyrirtækisins, tölvum, netþjónum, snjallsímum og spjaldtölvum til móts við ytra öryggi í netlausnum. NetPartner býður þannig upp á fullkomið lausnamengi í öryggismálum. Með því að bjóða upp á heildarlausn nær NetPartner að bjóða viðskiptavinum sínum upp á aukinn einfaldleika, tímasparnað og lækkun rekstrarkostnaðar.

Við höfum að bjóða lausnir frá öryggisfyrirtækinu Sophos sem tryggja fyrirtæki þínu

  • Miðlæga stjórnun á öllum snjalltækjum fyrirtæksins, einnig á tækjum í eigu starfsmanna.
  • Dulkóðun allra gagna á snjallsímum og spjaldtölvum.
  • Að öll gögn þurrkist út ef snjallsíma eða spjaldtölvu er stolið eða tækið týnist.
  • Stjórn á því hvaða forrit má eða má ekki setja inn á tækin.
  • Möguleika á að finna tækin hvar sem er í heiminum.
  • Fullkomið yfirlit yfir öll snjalltæki, tegund, týpu, stýrikerfi o.fl.
  • Þvingaða skjálæsingu á öll tæki, stjórn á lykilorðalengd o.fl.
  • Að leyfa notendum að skrá inn ný tæki sjálfir, sjálfvirk framfylgni á öryggiskröfum.
  • Að aðeins snjallsímar og spjaldtölvur sem uppfylla kröfur tengist póstþjóni.
  • Sjálfvirk skilaboð til notenda, sjálfvirkar aðgerðir við ákveðin skilyrði og margt fleira.

Örugg tölvupóstsamskipti

Að dulkóða tölvupóst hefur í gegnum tíðina verið afar óþjált og tímafrekt. Flest fyrirtæki á Íslandi senda því trúnaðarupplýsingar með óöruggum hætti. Við bjóðum upp á tímamótalausn á þessu vandamáli sem gerir öllum innan fyrirtækisins kleift að senda dulkóðaðan tölvupóst, óháð tækniþekkingu. Auk þess að dulkóða tölvupóst er lausnin allsherjar öryggislausn fyrir tölvupóst.

  • Dulkóðaður tölvupóstur krefst ekki uppsetningar á neinum hugbúnaði hjá sendanda eða móttakanda, póstgáttin sér um dulkóðunina að fullu.
  • Dulkóðaðan tölvupóst er hægt er að skoða í hvaða tæki sem er, tölvum, símum og spjaldtölvum, óháð stýrikerfi.
  • Viðtakandi getur svarað dulkóðuðum tölvupósti með dulkóðuðu svari, án þess að setja upp neinn hugbúnað.
  • Mögulegt er að verjast gagnatapi með því að stöðva eða dulkóða trúnaðargögn á sjálfvirkan máta.
  • Rauntímavörn gegn ruslpósti og vírusum tryggir að póstgáttin er alltaf viðbúin til að verjast nýjustu tegundum ruslpósts og vírusa.

Taktu stjórn á farsímum og spjaldtölvum

Með okkar lausnum geta fyrirtæki framfylgt öryggiskröfum og öryggisstefnu sinni gagnvart öllum iOS (iPhone og iPad), Windows Phone og Android-tækjum, bæði símum og spjaldtölvum. Þetta eru persónuleg tæki og starfsfólk vill gjarnan geta notað sín tæki eða valið sín eigin þegar kemur að innkaupum fyrirtækja. Þessi tæki standa yfirleitt utan við alla stjórnun og eftirlit tölvudeildar og ekki nokkur leið að tryggja að upplýsingar og gögn sem þau geyma séu ekki berskjölduð eða standist vottanir.

Viðskiptaöryggi fyrir allar tölvur og netþjóna

Kerfið er einfalt en býður nærri endalausa möguleika á að framfylgja þeim öryggiskröfum sem fyrirtæki setja sér. Öllu er stjórnað frá einu viðmóti sem allir kerfisstjórar eiga auðvelt með að vinna með. Netstefna fyrirtæksins mun fylgja öllum fartölvum hvar sem og hvenær sem er. Lausnin okkar hefur verið í þrjú ár valin „Leader“ af Gartner.

  • Miðlæg stýring fyrir Linux, Windows og Mac
  • Óværuvörn og eldveggur ásamt algjöru eftirliti á virkum þjónustum.
  • Dulkóðun á hörðum diskum.
  • Netstefna fyrirtæksins helst virk utan fyrirtækjanetsins (Web control).
  • Stjórnun á öllum forritum sem er hægt að setja inn eða ekki.
  • Gætir gagna sem ekki mega eyðast.
  • Stjórnun upplýsinga sem mega eða mega ekki fara frá notendum og endastöðvum.
  • USB-stjórnun, hvaða tæki og minnislykla starfsmenn mega nota.
  • Dulkóðun á minnislyklum.
  • Yfirlit yfir uppfærslur.

This is a unique website which will require a more modern browser to work! Please upgrade today!