Þráðlausar Netlausnir

Ruckus, einfaldlega betra þráðlaust net – allt að 500 notendur per punkt – Skýlausn eða staðbundin netstjóri – Staðsetningarkerfi með allt að 30cm nákvæmni – “I’ve tried to find faults with this but so far I have failed”
– Andy McCormack kerfisstjóri Lazytown

Ruckus - Simply Better Wireless

Ruckus Wireless er bandarískt fyrirtæki sem varð til í kringum nýja þráðlausa tækni og einkaleyfi í kringum hana árið 2004. Þessi tækni er sérstök af því leytinu til að hver þráðlaus punktur reiknar út bestu leið og getu að hverju tæki fyrir sig í stað þess að varpa merki í kringum sig eins og ljósapera sendir ljós í allar áttir, gervigreind í punktunum reiknar út bestu sendingu og móttöku skilyrði fyrir hvern og einn með sífelldum uppfærslum til að hámarka gæði. Þetta gerir það að verkum að hægt er að halda úti margfalt fleiri rauntímastraumum í einu á t.d. spjaldtölvur og sinna mörg hundruð notendum á hverjum punkt með alveg sérstaklega góðri dreifingu á þráðlausa merkinu. Sem dæmi um þessa sérstöðu Ruckus loftnetstækni þá eru engir punktar frá þeim með ytri loftnet því öll nálgunin er svo ólík hefðbundnum lausnum.

Hægt er að lesa um Ruckus og þeirra sérleyfi hér.

Skýlausn eða netstjóri

Ruckus er fáanlegt sem skýlausn eða staðbundinn netstjóri, kostir og gallar fylga báðum nálgunum og fyrir stærri netkerfi er eðlilegast að þarfagreina áður en leið er valin.

RUCKUS STAÐSETNINGARÞJÓNUSTA

Ruckus býður upp á staðsetningarkerfi í búnaðinum sínum með allt að 30 cm. nákvæmni og tengingu við kortakerfi eins og t.d. Google maps.

RUCKUS GÆÐI

Ruckus fullyrðir að þeir búi mögulega yfir besta gæðadreifingarkerfi í þráðlausum lausnum, þeir ekki bara skoða hvaða forrit eða tæki er að biðja um bandvídd (lofttíma) heldur skoða breytur eins og stærð sendinga, hraði og annað sem tryggir alveg einstaka frammistöðu á mikið notuðu neti.

Ruckus hefur verið prófað í þaula og hægt er að nálgast hér hlutlausa úttekt frá virtum aðila á öllum helstu þráðlausum lausnum frá eins og t.d. Cisco, Meraki, Aerohive, Aruba og fleirum. Niðurstaðan er ótvíræður sigur fyrir Ruckus á öllum sviðum en tóku þeir alveg fram úr keppinautum sínum þegar kom að samtímahraða og gæðadreifingu til t.d. spjaldtölva, allar villur í samskiptum voru mun minni hjá Ruckus sem þýðir líka mýkri og betri upplifun á internetinu.

Hægt er að hlaða niður þessari ítarlegu úttekt frá 2013 hér.

Aðra en eldri úttekt frá 2011 er hægt að sjá hér, niðurstöðurnar eru nánast eins og í þeirri frá 2013.

Hérna má finna myndband á YouTube þar sem farið yfir niðurstöðurnar og búnaðinn í prófinu

Hægt er að fá að prufukeyra Ruckus lausnir í allt að 3 mánuði án endurgjalds og bindingar.

Ruckus Innipunktar

Allt að 500 notendur, 120 rauntímastraumar á hvern punkt.

Ruckus býður upp á heila fjölskyldu af þráðlausum lausnum, innipunkta sem taka frá 250 til 500 notendur, halda allt að 120 rauntímastraumum í einu með allt að 500 virka notendur á hverum punkti sem þýðir að lítið mál er að veita öflugt þráðlaust netsamband næstum hvar sem er.

Ruckus útipunktar og brýr

Ruckus býður einnig upp á útipunkta sem eru veðurþolnir og hannaðir til að veita net við t.d. sundlaugar, hafnir, leikvanga og hvers kyns opin svæði þar sem fólk safnast saman. Hver punktur getur veitt þráðlaust net til 500 notenda samtímis yfir 300 metra fjarlægð.

Fyrir fjartengingar er hægt að nota sömu útipunkta til að brúa staðsetningar, sama “Beamflex” (setja link á beamflex, sami linkur og uppi) tækni er notuð til að tryggja toppafköst undir hvaða skilyrðum sem er, mikið svigrúm skapast með þessari tækni en punktarnir þola að vera yfir 15° skakkir frá hver öðrum vegna vindkasta t.d. án þess að dragi úr gæðum.

This is a unique website which will require a more modern browser to work! Please upgrade today!